Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Póst-strúktúralismi   

Sýndarveruleiki stjórnarherranna

11.3.2007

Núna í vikunni andađist franski spekingurinn Jean Baudrillard sem varđ frćgur (eđa alrćmdur) fyrir ađ halda ţví fram ađ ýmis nútímafyrirbćri vćru sýndarveruleiki. Umdeildasta dćmiđ sem Baudrillard tók um ţetta var Persaflóastríđiđ 1991. Eins og ađrar góđar vísindakenningar ţá má ćtla ađ kenning Baudrillards sé prófanleg. Nú hafa tveir merkir Íslendingar tekiđ sig til og sýnt fram á veruleika sýndarveruleikans, ţeir Geir H. Haarde og Jón Sigurđsson.

Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna um ađ stjórnarskrárbinda sameign ţjóđarinnar á auđlindum er sérkennilegra dćmi um sýndarveruleika en Baudrillard auđnađist nokkurn tíma ađ finna í ritum sínum. Í ákvćđinu sem samkomulag náđist um felst nákvćmlega ekki neitt. Ef viđ tökum dćmi um auđlind, t.d. hrafntinnunámu, ţá gildir hiđ sama fyrir og eftir stjórnarskrárbreytingu ađ mađur sem hefur rétt til ađ nýta ţessa auđlind getur gert ţađ í drep. Hann getur nýtt sér námuna uns öll hrafntinna er horfin og bannađ öđrum ađ nýta hana á međan. Réttur hans til ţess er óskertur. Samt sem áđur á hann ekki námuna heldur ţjóđin, án ţess ađ ţví fylgi nein sérstök réttindi. Ţetta er einhver sú marklausasta skilgreining á eignarrétti sem um getur.

Afrek Geirs og Jóns er ţví umtalsvert frá sjónarhóli Baudrillards eđa hvađa póst-strúktúralista sem er. Ekki einungis hefur íhaldsmađurinn Geir náđ ađ afbyggja eignarréttinn, grundvallarstođ íhaldsstefnunnar, á sama tíma og félagshyggjumađurinn Jón nćr ađ afbyggja sameignina, grundvallarstođ félagshyggjunnar. Jafnframt ţví hafa ţeir félagar ţar ađ auki náđ ađ afbyggja stjórnarstefnu undanfarinna 17 ára, sem hefur falist í varđstöđu um kvótakerfiđ og eignarhald útgerđarmanna á fiskimiđunum. Ţetta hafa ţeir gert án ţess ađ nein raunveruleg innihaldsbreyting hafi orđiđ á stjórnarstefnunni.

Leikur stjórnarherranna međ stjórnarskrána er líklega hápunkturinn á sérkennilegum tilţrifum undanfarinna vikna – sem orsakast greinilega af ţví ađ kosningar eru í nánd. Ţess var kannski ekki ađ vćnta ađ ríkisstjórnarflokkar sem hafa setiđ á valdastólum í 12-16 ár myndu bjóđa upp á nýja framtíđarsýn í mörgum málaflokkum. Á hinn bóginn hefđi mađur getađ búist viđ ţví ađ ţeir reyndu ađ verja stjórnarstefnuna og árangur undanfarinna ára. Ţađ hafa ţeir ekki gert heldur virđast báđir stjórnarflokkarnir nú bjóđa fram gegn eigin stefnu.

Stuđningur Íslendinga viđ Íraksstríđiđ er líklega ein mesta tímamótaákvörđun í utanríkismálum ţjóđarinnar undanfarin 50 ár (fyrir utan brottför hersins sem var ákveđin einhliđa af Bandaríkjastjórn). Í ađdraganda kosninga vilja stjórnarherrarnir ekkert viđ ţessa ákvörđun kannast og bregđast reiđir viđ öllum tilmćlum um ađ ţeir verji eigin utanríkisstefnu. Ísland er ţó ennţá í hópi hinna stađföstu ţjóđa - nema í sýndarveruleika stjórnarherranna ţar sem Írak er ekki lengur til og ţjáningar fólks ţar í kjölfar innrásarinnar skipta engu máli.

Í atvinnumálum hafa stjórnarflokkarnir barist fyrir stóriđjuuppbyggingu sem er fordćmalaus í Íslandssögunni. Núna vilja ţeir ekkert kannast viđ eigin stefnu og slá í og úr ţegar ţeir eru spurđir um framhald á stóriđjuframkvćmdum. Ekkert hefur ţó breyst og í raun sýna stjórnarflokkarnir alla tilburđi til ađ halda stóriđjustefnunni áfram fái ţeir umbođ ţjóđarinnar til ţess. Afneitun stjórnarflokkanna á eigin stefnu er sýndarveruleiki stjórnmálamanna sem vita ađ kjósendur vilja ţá ekki eins og ţeir eru – og treysta ţess vegna á ímynd hins gagnstćđa. Hinn grćni fálki Sjálfstćđisflokksins er í raun sami, gamli bláfálkinn – sem er grćnn af öfund yfir ţví ađ atvinnustefna Vinstri-Grćnna hefur meiri hljómgrunn en sovéskar áherslur nýfrjálshyggjuflokksins.

Af ýmsu fleira er ađ taka: Félagsmálaráđherra Framsóknarflokksins kynnir nýtt frumvarp um róttćkar ađgerđir í jafnréttismálum – afnám launaleyndar og fleiri ţjóđţrifamál – sem hann ćtlar EKKI ađ leggja fram á ţessu ţingi. Síđan hvenćr eyđa ráđherrar tíma alţingis í ađ kynna mál sem ţeir ćtla ekki ađ leggja fram? Ekki síst í ljósi ţess ađ kjósendur hafa ekki ennţá veitt Framsóknarflokknum umbođ til ţess ađ fara áfram međ ţennan málaflokk eftir kosningar – og gera ţađ kannski aldrei. En viđ lifum á tímum sýndarveruleikans ţar sem Framsóknarflokkurinn er rótttćkur og jafnréttissinnađur flokkađur ţótt athafnir sama flokks í stjórnarráđinu undanfarin 12 ár hafi sýnt fram á allt annađ. Ţetta er bođskapur hans til kjósenda: Viđ erum í raun ađrir en viđ höfum virst; allt sem ţú veist um okkur er blekking.

Í sýndarveruleika stjórnarflokkanna heitir ţađ „umhverfisleiđ“ ađ leggja fleiri hrađbrautir í Reykjavík; ţjóđin er skráđur eigandi ađ auđlindum sem hún hefur engan ađgang ađ; stríđ undanfarinna ára í Írak hefur aldrei átt sér stađ og ţađ voru aldrei til neinar stađfastar ţjóđir. Ekki einu sinni Baudrillard var svona róttćkur.

Greinin birtist í Fréttablađinu 10. mars sl.

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur