Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Stjórnarmynstur   

Einn, tveir, margir

19.3.2007

Ţađ er óheppilegur veikleiki sumra stjórnmálamanna ađ kunna ekki ađ telja upp ađ ţremur eđa hćrra. Einar Kr. Guđfinnsson, sjávarútvegsráđherra Sjálfstćđisflokksins, lýsti ţví yfir af mikilli snilld ađ menn gćtu nú valiđ um tveggja flokka ríkisstjórn flokks hans og Framsóknar annars vegar og „margra“ flokka stjórn Vinstri grćnna, Samfylkingar og Frjálslyndra. Ţađ er engu líkara en ađ fariđ sé yfir ósýnileg mörk ţegar tveir verđa ađ ţremur ţar sem fjöldinn verđur of mikill fyrir reikniheila sjálfstćđismanna til ađ höndla međ góđu móti.

Ýmislegt bendir til ađ hćgt verđi ađ mynda tveggja flokka ríkisstjórn félagshyggjuflokka eftir nćstu kosningar. Auđvitađ yrđi ţađ fyrsti kostur beggja ţessara flokka, en ekki vegna ţess ađ talan tveir sé heilög og ţrír sérstök óheillatala. Tveggja flokka ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstćđisflokks, sem logar í illdeilum ţrátt fyrir endalausa undirgefni annars ađilans, er ekkert skárri en ţriggja flokka stjórn sem hegđađi sér eins. Á ţessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin haft ţrjá mismunandi forsćtisráđherra og fjóra utanríkisráđherra. Ţađ verđur erfitt verkefni fyrir hvađa ţrjá flokka sem er ađ slá núverandi stjórnarflokkum viđ í glundrođanum.

Ţađ getur raunar veriđ ótvírćđur kostur ađ samningaviđrćđur í ríkisstjórn fari fram milli flokka međ skýra stefnu í stađ ţess ađ ţćr fari fram innan ţeirra fyrst og svo aftur á milli samstarfsflokkanna. Ţá eru línurnar skýrar og hćgt ađ semja um ţađ sem hver flokkur telur vera efst á forgangslistanum hjá sér. Til samanburđar hefur ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstćđisflokks ađeins skrifađ undir stjórnarsáttmála til málamynda ţví báđir ađilar vita ađ annar flokkurinn getur vađiđ yfir hinn í öllum málum óáreittur.

Reyndar er pínulítiđ villandi ađ tala um tveggja flokka stjórn ţegar í hlut eiga núverandi ríkisstjórnarflokkar. Allt bendir til ţess ađ Framsóknarflokkurinn sé í besta falli deild innan Sjálfstćđisflokksins, deild nokkurra kverúlanta sem hafa ţađ hlutverk helst ađ sjá til ţess ađ lítill hópur auđjöfra fái ríkisfyrirtćki á silfurfati. Framsóknarflokkurinn er orđinn sjálfviljugur ţrćll sjálfstćđismanna, sem settur er í öll skítverkin og kyssir svo vöndinn vegna ţess ađ hann man ekki eftir sér öđruvísi og kann ekkert annađ. Nýjasta dćmiđ, auđlindamáliđ svokallađa, endurspeglar og fullkomnar ţá niđurlćgingu sem Framsókn hefur ţurft ađ ţola frá Sjálfstćđisflokknum á ţremur samliggjandi kjörtímabilum.

Hér hafa auđvitađ veriđ margar farsćlar ţriggja flokka stjórnir. Hér var ţriggja flokka ríkisstjórn flokka frá vinstri og inn ađ miđju sem náđi tökum á verđbólgunni og fékk áframhaldandi umbođ kjósenda. Reykjavíkurlistasamstarfiđ gekk líka vel ţar til ađ einn flokkurinn fékk mikilmennskubrjálćđi og ćtlađi ađ yfirtaka hina. Ţađ sem skiptir mestu máli í ţví sambandi er ekki fjöldi flokkanna, heldur hvort menn leggja áherslu á málefnin umfram titla og valdastöđur.

fd


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur