Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Raunveruleikasápa   

Baugsmáliđ: Íslenska antíklímaxiđ

21.3.2007

Fyrir fjórum árum höfđu margir Íslendingar mikinn áhuga á fyrirtćkinu Baugi og meintu fjármálamisferli ţess sem blandađist inn í mikil ítök ţess í fjölmiđlum og valdabaráttu feđganna Jóhannesar og Jóns Ásgeirs viđ Davíđ Oddsson og félaga hans í stjórnmálum og spilum. Núna er máliđ fyrir dómstólum og ekki nokkur einasti mađur hefur áhuga. Máliđ fer í taugarnar á fólki. Ţađ er svefnmeđal. Jafnvel Ólafur Sigurđsson ađ tala um lođnu forđum var ekki jafn óbrigđull í ađ láta sjónvarpsáhorfendur missa áhugann og ţetta Baugsmál. Sem dómsmál er Baugsmáliđ sjálfsagt spennandi og getur fariđ á ýmsa vegu. Sem fréttamál er ţađ steinsteindautt.

Ţađ Baugsmál sem nú fer fram fyrir rétti er of seint á ferđ til ađ standa undir ţví ađ verđa t.d. önnur réttarhöld yfir Michael Jackson. Vissulega má Michael Jackson muna sinn fífil fegri sem tónlistarmađur. En hann er ţó ekki jafn gjörsamlega búinn ađ vera og ađalpersónurnar í Baugsmálinu:

1. Davíđ Oddsson er horfinn úr stjórnmálum. Hann skiptir ţar engu máli lengur og ef hann fćri ađ tjá sig um ţau er hćtt viđ ađ ţađ verđi jafn pínlegt og ţegar Thatcher gamla lét í sér heyra á 10. áratugnum. Kjartan Gunnarsson er líka horfinn af ţessu sviđi, ađ vísu vellríkur. Ef völd eru sexí ţá eru Davíđ og Kjartan ekkert sexí lengur. Ţađ má hafa áhuga á ţeim eins og Pele, Bob Beamon eđa Kevin Keegan ţví ađ vissulega er margt áhugavert viđ Davíđ og Kjartan frá sögulegu sjónarmiđi. En ţeir eru ekki lengur tćkir í ađalhlutverk í Hollywoodmynd, ekki einu sinni sápuóperu. Ţeir draga engan ađ skjánum.

2. Morgunblađiđ er löngu hćtt ađ vera dularfullur myrkur kastali ţar sem völdin á Íslandi voru plottuđ í reykfylltum bakherbergjum. Páfar og kardínálar blađsins eru núna eins og hverjir ađrir blađamenn. Styrmir Gunnarsson er álíka spennandi og Kári Jónasson. Hann getur raunar glađst ađ hálfu leyti, verandi sinn eigin banamađur međ ţví ađ losa Moggann úr fađmlagi Sjálfstćđisflokksins. Ţar međ bjargađi hann Mogganum sem nú er ţađ blađ sem íslenskir vinstrimenn treysta einna best. En hans eigin stađa sem Richeliau íslenskra stjórnmála gufađi upp um leiđ. Núna sjá allir ađ ţađ skiptir engan máli hvađ Styrmir kann ađ hafa sagt viđ Sullenberger í tölvupósti (ekki ađ ég muni viđ hvern hann sagđi hvađ). Jafnvel innmúrađur-frasinn er ţreyttur og ófyndinn. Meirađsegja sextugir Samfylkingarmenn nenna ekki ađ nota hann lengur.

3. Baugur er ennţá stórt fyrirtćki en mikilvćgi ţess hefur ţó minnkađ. Enginn trúir lengur á ţá dökku mynd sem Davíđ dró upp af einum ađila sem öllu réđi í krafti auđs (og enginn man lengur eftir „bolludeginum“ sem áhugamenn um ţetta mál héldu ađ yrđi sögulegur). Áriđ 2007 eru auđhringirnir margir og fjölmiđlaveldi Baugs kemur ekki lengur fyrir sjónir sem ógnandi og skelfilegt, ekki miđađ viđ Alcoa og Alcan. Í viđskiptum eru menn ekki langlífir á Íslandi. Baugsmenn kunna ađ hafa leyst Kolkrabbann af hólmi en um leiđ varđ öllum ljóst ađ ţeir hyrfu jafnhratt. Sápuóperugildi hárprúđra milljónera getur falliđ hratt á fjórum árum.

4. Á einhvern dularfullan hátt blandađist Baugur inn í valdaátök Davíđs og Ingibjargar Sólrúnar – svipađ og Jón Ólafsson (nei, ég á ekki viđ ţennan góđlega í Sjónvarpinu, ha, man enginn eftir Jóni Ólafssyni?). Davíđ er farinn og Ingibjörg Sólrún er komin talsvert neđar á stjörnuhimininn. Fáir eiga von á ađ hún verđi forsćtisráđherra og endurunnin krafa fylgismanna hennar um ađ nú sé lag ađ breyta samfélaginu međ ţví ađ allir kjósi konuna er orđin hjáróma kvak um kvenelti. Kannski verđur ţessi gamli Tsvangirai hans Davíđs ráđherra hjá Geir Haarde, nýja davíđnum sem er alveg sama um Baug.

5. Fyrir ţessar kosningar er rćtt um umhverfismál, álver, svifryk, femínisma, klám, vćndi, samgöngumál – jafnvel auđlindamáliđ hefur veriđ endurvakiđ og sumir hafa meira ađ segja grafiđ upp lögleiđingu bjórsins. Allir tala um Vinstrigrćn en enginn talar um Baug eđa Davíđ eđa Ingibjörgu.

Sem betur fer talar enginn um Hrein Loftsson heldur talar fólk um hreint loft.

Um hvađ snerist ţetta Baugsmál? Ég eiginlega veit ţađ ekki. Ég fékk aldrei áhuga á ţví, fannst ţetta snúast um valdabaráttu manna sem mér fannst álíka spennandi og heimsmeistarakeppnin í hrađritun. Ég veit ţađ eitt ađ ţetta mál hefur ekki lifađ af ađalpersónurnar og ţar af leiđandi var ţetta líklega ekkert mál, ađeins Leiđarljós međ veikari ţokufilter.

Hvernig vćri ađ sjónvarpa fréttum af ţví um fimmleytiđ?

áj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur