Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Kosningaumfjöllun fjölmiđlanna   

Eru Íslendingar virkilega „heimskir“?

9.4.2007

Nú er komiđ í ljós hvađa mál fjölmiđlarnir hafa ákveđiđ ađ skuli vera í brennidepli fyrir kosningar. Ef marka má kjördćmaţćtti Stöđvar 2 hafa kjósendur á landsbyggđinni bara áhuga á atvinnu- og byggđamálum. Stjórnendur ţáttanna hafa í ţađ minnsta ekki séđ ástćđu til ađ spyrja oddvita flokkanna í Norđaustur- og Norđvesturkjördćmi um afstöđu ţeirra til jafn lítilvćgra málaflokka og jafnréttismála, umhverfismála, utanríkismála og velferđarmála. Nei, oddvitarnir skulu gjöra svo vel og gangast viđ klisjunni um ađ landsbyggđarţingmenn séu fastir í eintómu kjördćmapoti. Ćtli oddvitar höfuđborgarkjördćmanna verđi bara spurđir út í Sundabraut, Hátćknisjúkrahúsiđ og álveriđ í Straumsvík? Ađ sjálfsögđu ekki. Ţađ lýsir ótrúlegum hroka og yfirlćti reykvískra fjölmiđlafólksins ađ halda ađ fólk á landsbyggđinni geti alls ekki hugsađ út fyrir eigiđ hérađ og horft á stóru landsmálin líkt og ađrir Íslendingar.

Svipađa sögu er ađ segja af leiđtogaţáttum Ríkisútvarpsins. Ţar á ađ rćđa atvinnumál, byggđamál, efnahags- og skattamál og hvađeina, allt nema utanríkismál og jafnréttismál. Vonandi verđur hćgt ađ lauma jafnréttis- og kvenfrelsisumrćđunni inn bakdyramegin ţegar rćtt er um félagsmál og atvinnumál, en lítil ástćđa er til ađ vera jafn bjartsýnn ţegar kemur ađ utanríkismálunum. Ţau eru kapítuli út af fyrir sig og verđskulda ţess vegna sérstaka umfjöllun í fjölmiđlum. Enda hefur ekki orđiđ vart viđ ađ utanríkismál brenni síđur á landsmönnum en til dćmis atvinnu- eđa skattamálin. Utanríkismálin fá nú einu sinni sérstakan ráđherrastól og er hann yfirleitt talinn til ţeirra sem skipta mestu máli, auk ţess sem drjúgur hluti fréttatíma fer ćvinlega í utanríkismál af gildri ástćđu.

En nú er semsagt ljóst ađ kjósendur munu fá litla eđa enga umfjöllun um eftirfarandi spurningar: Mun íslenska ţjóđin verđa ţátttakandi í nćsta árásarstríđi Bandaríkjanna? Munu Íslendingar halda áfram ađ leggja langminnst Norđurlandaţjóđanna til ţróunarađstođar og halda áfram ađ borga ađeins brot af ţví sem Sameinuđu ţjóđirnar skilgreina sem lágmarksframlag iđnvćddra ríkja? Hvađa afstöđu hafa stjórnmálaflokkarnir til alţjóđavćđingarinnar svonefndu, sem heldur fátćkum ţjóđum niđri og gagnast ađeins ţeim sem setja reglurnar, ţ.e. iđnríkjunum sjálfum? Hvađa afstöđu ćtla íslensk stjórnvöld ađ taka til deilnanna fyrir botni Miđjarđarhafs? Ćtlar nćsta ríkisstjórn ađ reyna ađ sníkja meiri mengunarkvóta í alţjóđlegum samningum eins og gert var í Kýótó fyrir nokkrum árum? Og svo mćtti lengi telja.

En hvađ veldur ţessu áhugaleysi fjölmiđla fyrir hönd kjósenda á utanríkismálum? Svo virđist sem ástćđan sé sú sama og fćr Stöđ 2 til ađ rćđa bara um sérstök kjördćmamál viđ oddvitana í landsbyggđarkjördćmum. Fjölmiđlamenn eru búnir ađ ákveđa ađ Íslendingar séu upp til hópa „heimskir“ í hinni upprunalegu merkingu orđsins. Ţeir hafi ađeins áhuga á ţví sem snerti ţá sjálfa og sveitina í kringum ţá; Íslendingar ţjáist af krónískri minnimáttarkennd og nesjamennsku og eina međferđarúrrćđiđ sé ađ gefa ţeim ţađ sem ţeir biđja um, ţ.e. ţröngsýna umfjöllun um ţeirra eigin hagsmuni og ekkert annađ. Ţannig tekst ađ halda lífi í mýtunni um Íslendinga sem eiginhagsmunaseggi og styrkja hana á hverju kosningavori.

fd


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur