Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Miđ-Evrópa   

Ungverjaland rúmum fimmtíu árum frá uppreisninni

10.4.2007

Rúmum fimmtíu árum eftir uppreisnina í Ungverjalandi er ţinghúsiđ í Búdapest ennţá variđ af vopnuđum vörđum. Haldnir eru mótmćlafundir á götu sem kennd er viđ hina örlagaríku októberdaga áriđ 1956, í námunda viđ ábúđarmikla styttu af Imre Nagy, hinum skilgreinda leiđtoga uppreisninarinnar. Ţar eru fleiri lögreglumenn en mótmćlendur.

Ungverjar eru reiđir og bitrir í garđ stjórnvalda, en ţó er núverandi ríkisstjórn sú eina sem hefur veriđ endurkjörin frá ţví áriđ 1989; ţeir hafa annars skipt um stjórn í hverjum einustu kosningum. Fyrir nokkrum árum var Janós Kádar, sá sem sveik uppreisnina og tók völdin í landinu međ ađstođ sovésks herliđs, kosinn einn af merkustu Ungverjum sögunnar, fékk fleiri atkvćđi en sjálfur Imre Nagy.

Sagnfrćđingar sem hafa rannsakađ uppreisnina í Ungverjalandi seinustu árin hafa grafiđ undan flestum gođsögnum um hana. Charles Gati bendir á ađ ţorri Ungverja hafi engan ţátt tekiđ í uppreisninni (ţó ađ flestir hafi ţeir stutt hana í huganum) og ađ hún hafi einkum veriđ rekin áfram af ţjóđerniskennd, fremur en andúđ á sósíalisma. Hann telur einnig ađ markmiđ uppreisnarinnar hefđu líklega getađ heppnast ef uppreisnarmenn hefđu ekki orđiđ of ákafir. Sovétleiđtogar voru í miđri afstalínun og uppjöri viđ fortíđinna og voru fyrst á ţví ađ leyfa Ungverjum ađ verđa óháđari og jafnvel ađ leyfa fleiri flokkum ađ starfa ţar. En Imre Nagy var ţrátt fyrir allt hugrekki sitt enginn stjórnvitringur og náđi aldrei stjórn á ástandinu. Eins og ađrir Ungverjar sem eru afkomendur flóttamanna (en af 15 milljónum Ungverja í heiminum býr ţriđjungur utan Ungverjalands) er Gati bitur í garđ Bandaríkjamanna sem hvöttu uppreisnarmenn mjög til dáđa en ćtluđu aldrei ađ veita ţeim neinn stuđning.

Uppreisnin var óvćnt en ţó ekki. Hluti af vanda ungverskra kommúnista var ađ ţeir höfđu aldrei náđ sama fjöldafylgi og kommúnistar víđast hvar annarstađar í Austur-Evrópu. Helstu leiđtogar ţeirra voru gyđingar og ţjóđernissinnar í landinu litu ţá hornauga. Ţađ átti m.a. viđ um stalínistann Rákosi sem stjórnađi Ungverjalandi međ harđri hendi fyrstu árin eftir ađ kommúnistar tóku ţar öll völd (ţađ gerđist ekki fyrr en áriđ 1948). Imre Nagy naut hins vegar trausts bćnda og gekk í takt viđ ný stjórnvöld í Moskvu eftir dauđa Stalíns. Sama gilti raunar um Janós Kádár. En ţessir menn komust ekki til valda í ungverska kommúnistaflokknum eftir lát Stalíns áriđ 1953. Hann var enn í höndum stalínista, allt fram ađ uppreisninni áriđ 1956. Hugsanlega hafđi ţađ sín áhrif. Uppreisnin náđi hins vegar ţví markmiđi ađ stjórnvöld gerbreyttu um stefnu eftir áriđ 1956 ţó ađ ţađ gerđist međ ţeim hćtti ađ eftir urđu varanleg sár.

Ţađ gleymist stundum ađ í Póllandi reis upp svipuđ fjöldahreyfing áriđ 1956 sem leiddi breytinga á stjórnarfari, en ekki til blóđsúthellinga. Ţađ var vegna ţess ađ öfugt viđ Nagy náđi leiđtogi breytingaaflanna tökum á kommúnistaflokknum. Hann hét Wladyslaw Gomulka. Honum tókst líka ađ vinna katólsku kirkjuna til ţegjandi samkomulags viđ sig en ungversku prelátarnir vildu aldrei neitt samstarf viđ neina kommúnista.

Fyrst í stađ vonuđust yfirvöld í Moskvu til ţess ađ Nagy yrđi annar Gomulka. Ţau höfđu sent tvo ţungavigtarmenn til Búdapest. Annar var Anastas Mikojan og réđ hann ferđinni, en ţrátt fyrir langa vegferđ međ Stalín var hann tiltölulega frjálslyndur. Og í ţessu tilviki sannfćrđi hann hinn erindrekann, Mikhail Súslov, sem ćvinlega stóđ vörđ um stöđugleikann, um ađ ţađ vćri ómaksins virđi. Ţeir sannfćrđu yfirvöld í Moskvu, og raunar bćđi Tító og Maó líka, um ađ leyfa Ungverjum ađ öđlast eins konar sjálfstćđi. En milli 30. og 31. október skiptu Moskvumenn um skođun, líklega vegna ţess ađ uppreisnarmenn réđust ţá á höfuđstöđvar kommúnista í Búdapest. drápu leiđtoga höfuđborgarflokksins (sem var ţó eindreginn stuđningsmađur Nagy) og 23 lögreglumenn.

Rússar héldu í raun skynsamlega á málum, miđađ viđ eigin hagsmuni. Ţeir ákváđu ađ snúa baki viđ Nagy en tćla til fylgis viđ sig ţann umbótasinna sem líklegastur var til ađ hafa mestan stuđning ,en ţađ var János Kádar. Kádar hefur lengi veriđ fordćmdur fyrir ţátt sinn í ţessum atburđum en nýlega hefur sagnfrćđingurinn Eric Hobsbawm látiđ svo um mćlt ađ hann hafi varla átt annarra kosta völ. Ekkert benti til ađ Nagy hefđi neina stjórn á uppreisninni og Kádar fékk eftir ţetta stuđning Sovétmanna viđ ađ láta Ungverjaland fara sína eigin leiđ.

Eftir blóđuga og harkalega bćlingu uppreisnarinnar á árunum 1956-1960 breyttist Ungverjaland hćgt og rólega í best stćđa og rólegasta ríkiđ í Austur-Evrópu, undir forystu Kádars og „gúllas-sósíalisma“ hans. Ţađ er hluti af vanda eftirmanna Kádars ađ lífskjör margra hafai enn ekki náđ ţví stigi sem gerđist á seinni árum Kádars. Um leiđ tryggđi Kádar sín eigin eftirmćli sem eru mun betri en annarra leiđtoga austurblokkarinnar. En vofa Nagys hélt ţó áfram ađ voka yfir honum. Fórnarlömb hreinsananna sem voru gerđar í kjölfar ţess ađ uppreisnin var bćld niđur eru nú ţjóđhetjur í Ungverjalandi. Sjá má myndir af ţeim í húsi leyniţjónustunnar sem nú er orđiđ svokallađ ógnarsafn.

Mikojan skipti aldrei um skođun og jafnvel eftir ađ uppreisnin var bćld niđur taldi hann ađ Sovétmenn hefđu ţarna gert mistök. Annars vegar taldi hann innrásina í landiđ grafa undan sovétkommúnismanum og ţađ var líklega rétt hjá honum. Hins vegar taldi hann ađ kalda stríđiđ myndi ţá enn kólna en ţađ reyndist rangt. Ţvert á móti leiddi innrásin til rólegri samskipta stórveldanna. Repúblíkanastjórnin í Washington horfđist í augu viđ ađ hún hvorki gćti né vildi „frelsa“ Austur-Evrópu og fór ađ hugsa raunsćislega. En Sovétmenn voru aftur á móti komnir í ţá stöđu ađ ţurfa aftur og aftur ađ beita hervaldi í hvert sinn sem órói kom upp í kommúnistaríkjunum. Ţegar Gorbasjeff tilkynnti ađ ţađ yrđi ekki gert lengur var hrun kommúnismans í Austur-Evrópu skammt undan.

Imre Nagy er nú ţjóđhetja í Ungverjalandi og ţađ gleymist stundum ađ hann var agent hinnar alrćmdu leyniţjónustu Stalíns (NKVD) á fjórđa áratugnum en hún bar ábyrgđ á lífláti margra ungverskra kommúnista á ţví tímabili. Ein af ástćđum ţess ađ hann komst aldrei til forystu í ungverska kommúnistaflokknum var ađ verndari hans var hinn illrćmdi Bería sem Krúsjeff lét myrđa eftir lát Stalíns. Kádar er ţrátt fyrir allt einnig mikils metinn í Ungverjalandi (en hann lést áriđ 1989) en öfugt viđ fortíđ Nagys hafa Ungverjar ekki gleymt ţćtti hans í ađ bćla niđur uppreinsina eđa hinu, ađ hann tók ţátt í ađ steypa og myrđa Laszló Rajk sem keppti viđ Rákosi um völdin í landinu í kringum 1948. Og seinna var ţađ Kádar sem réđ ţví ađ Nagy var tekinn af lífi.

Núna rúmum fimmtíu árum síđar er Nagy óumdeild ţjóđhetja og Kádár er fremur virtur en hatađur. Bág lífskjör fólksins, spilling í stjórnkerfinu og vonbrigđi međ stöđu Ungverjalands í heiminum eru mönnum samt ofar í huga en ţessir löngu liđnu atburđir sem ţó er víđa minnst. Í Búdapest eru umrenningar og heimilislaust fólk á hverju götuhorni. En venjulegt fólk býr líka viđ kröpp kjör og kaupmáttur ţess er annar en almennings á Vesturlöndum. Ungverjar binda vonir viđ Evrópusambandiđ en ţó eru ţeir svartsýnir. Áriđ 1990 var Ungverjaland best stćđa landiđ í austurblokkinni en nú hafa ýmis nágrannaríki komist fram úr Ungverjum. Erfitt er ađ finna ungverskan stjórnmálamann sem almenningur hefur trú á og ţví miđur bendir flest til ţess ađ nćst sé komiđ ađ ţjóđernissinnum ađ taka viđ völdum.

áj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur