Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Kosningakastljós   

Vinstri – hćgri

15.4.2007

Ţegar frönsku byltingunni lauk varđ til ţing í ţví landi Estates General ţar sem fulltrúar hinna frjálslyndu sátu til vinstri viđ sćti ţingforseta, en fulltrúar ađals og ráđandi stétta til hćgri. Ţessi kunnuglega skýring á viđ um uppruna skiptingar pólitískra afla í vinstri og hćgri og er hćgt ađ velta fyrir sér nú í ađdraganda kosninga 2007.

Ţessi skipting er notuđ í dag í umrćđum fulltrúa flokkanna sem fram fara í Kastljósinu vikulega fram ađ kjördegi. Til hćgri, séđ frá stjórnanda ţáttanna eru fulltrúar stjórnarflokkanna og til vinstri er stjórnarandstađan. Hinsvegar má fara ađ velta fyrir frá hvađa sjónarhorni hin upprunalega franska skipting var. Séđ úr sjónvarpsal, eđa úr sófanum heima, er stjórnarandstađan hćgra megin og stjórnarflokkar vinstra megin. Kannski var ţađ međvitađ hjá ţáttarstjórnendum ađ láta ekki hanka sig á klisjum um hćgri og vinstri međ ţví ađ stilla ţessu svona upp; ţá verđur vinstri merkingarlaust fyrir okkur sjónvarpsáhorfendum ţar sem vissulega er ekki hćgt ađ leggja stjórnarflokkana ađ jöfnu viđ vinstri í hvađa mynd sem ţađ er.

Burtséđ frá hćgri og vinstri, ţá hangir meira hér á spýtunni. Ţađ er alveg frábćrt ađ fylgjast međ ţessum umrćđum međ tilliti til uppstillingar og líkamstjáningar. Hér vísast sérstaklega til nýliđins ţáttar ţar sem tekin voru fyrir landbúnađar- og utanríkismál. Hćgra/vinstramegin sátu tveir fulltrúar stjórnarflokkanna sem reglulega stilltu sér borginmannlega upp og drógu hvern ásinn eftir annan fram úr erminni međ glotti međan vinstra/hćgramegin sátu stjórnarandstćđingur sem tóku krampakennda kippi hver um annan ţveran ţegar ásarnir komu í ljós. Dćmi um myndskeiđ:

Árni M hallar sér fram, leggur olnboga á hné og berar lófana til ađ leiđa fáfróđa stjórnarandstöđuliđa af gćsku í allan sannleik í hvađ ríkisstjórnin er búin ađ gera nú nýlega sem ţeir vissu ekkert um, međan Guđni hallar sér aftur međ krosslagđa handleggi og tekur undir međ snöggu kinki og einbeittu augnaráđi.

[Klippt –myndavél 2]

Stjórnarandstćđingarnir fjórir berjast hver viđ annan til ađ ná orđinu og fá ađ hreyta ónotunum í ţessi prúđmenni.

[Klippt – myndavél 1]

Stjórnarliđar sitja makindalega undir öllu sem á ţá er baunađ – ţađ eru augljóslega fleiri ásar á leiđinni.

Mađur spyr sig hvor fylkingin komi betur út úr kapprćđum sem ţessum? Fyrir ţá sem ekki hafa ţví einbeittari skođanir, ţá hlýtur hin taumlausa sjálfumgleđi stjórnarherranna ađ birtast sem öryggi og yfirvegun sem ţeir svo notfćra sér í slagnum ţegar ţeir hrćđa landslýđ međ óstjórn og hrikalegum afleiđingum vinstri stjórnar. Ţađ sem ég heimta, er ađ ţeir sem tala fyrir vinstristefnu láti af fumkenndum hrópum og köllum, hćtti ađ bítast um pilluna sem senda á yfir til hćgri og hćtti ađ hlaupa eftir umrćđuefnum sem fyrirfram hefur veriđ stillt upp. Dagskrá vinstristjórnar er skýr, afdráttarlaus og liggur fyrir (nokkuđ sem Sjálfstćđisflokkur hefur aldrei látiđ svo lítiđ ađ gera). Talsmenn ţessarar stefnu eiga ađ bera hana stoltir á borđ og tala fyrir henni af öryggi og ákveđni og ţá verđur umrćđan góđ. Eitt er ljóst: Ekki vil ég sjá annan svona Kastljóssţátt ţar sem mínir menn vita ekki í hvorn fótinn ţeir eiga ađ stíga og landsmenn sjá bara fjađrafok og atgang öđrumegin en ró, öryggi og yfirvegun hinumegin.

ehh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur