Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Kosningar   

Umbođ til áframhaldandi misréttis

17.4.2007

Eftir skrautsýningu mikla, leikstýrt af fagmanni, var Geir H. Haarde hylltur eins og einvaldskonungur og lýsti ţví yfir ađ hann vildi fá áframhaldandi umbođ til ađ stjórna. Gott ef hann sagđi ekki „fer fram á“ ţví ađ Sjálfstćđisflokkurinn hefur veriđ lengi viđ völd og hefur tamiđ sér skipunartón, ţegar hann er ekki ađ hneykslast á ţví ađ andstćđingarnir leyfi sér ađ vera til og bjóđa fram og ađ einhver skuli vilja kjósa ţá – mesta óhćfan af öllu.

Og til hvers er ţetta umbođ sem Geir biđur um? Jú, ţađ er til ţess ađ:

1. Biliđ milli okkar hinna og eillífeyrisţeganna breikki stöđugt. Ef Sjálfstćđisflokkurinn verđur áfram viđ völd getum viđ reiknađ međ sívaxandi launamun.

2. Sama gildir auđvitađ um öryrkja eđa „bótaţega“, eins og Sjálfstćđismenn kalla ţá gjarnan. Ţađ er eins gott ađ verđa ekki veikur á nćsta kjörtímabili.

3. Skattleysismörkin munu ekki hćkka. Sú ţróun sem Stefán Ólafsson hefur lýst vel mun halda áfram. Skattar munu lćkka á ţá allra ríkustu. Millistéttin mun engan mun finna. Ţeir fátćkustu borga brúsann.

4. Gjaldtaka í heilbrigđisţjónustunni mun hćkka, eins og hún hefur nú gert stöđugt í 25 ár. Helsta áhyggjuefni Sjálfstćđismanna er ađ hún vaxi ekki nógu hratt. Ţess vegna ţarf dýrara heilbrigđiskerfi ađ amerískri fyrirmynd, ţar sem „verktakarnir“ geta rukkađ sjúklingana af meiri ákefđ en ríkiđ borgar brúsann.

5. Gjaldtaka í skólakerfinu mun hćkka áfram. Jafnframt ţví má gera ráđ fyrir niđurskurđi. Enn hefur ekki veriđ horfiđ frá ţeirri stefnu ađ fćkka einingum til stúdentsprófs um nćr fjórđung.

6. Stöđugt verđur dregiđ úr opinberri ţjónustu, einkum á smćrri stöđum.

7. Útgjöld til „öryggismála“ munu aukast stöđugt. Vera í NATO er ekki einungis táknrćn ađgerđ (ţó ađ margir í Samfylkingunni virđist halda ţađ). Hún kostar sitt og mun kosta meira, ef Geir Haarde fćr umbeđiđ umbođ.

8. Verksmiđjustjórnmálin munu halda áfram. En rétt fyrir kosningar eftir fjögur ár mun Geir Haarde skyndilega ţykjast vera umhverfissinnađur, ţó ađ hann muni hafa barist eins og ljón gegn öllum raunverulegum ađgerđum í t.d. loftslagsmálunum fram ađ ţví.

9. Öllum hinum dýru samgönguframkvćmdum verđur frestađ og öđrum kennt um ţađ. Svo verđur tilkynnt um milljónafjáraustur rétt fyrir nćstu kosningar.

Geir Haarde hefur fariđ fram á umbođ til ađ stjórna áfram. Ţađ er hans réttur. Ţjóđin hefur líka sinn rétt, til ađ segja nei viđ misréttinu og velja sér nýja stjórn. Án Geirs Haarde og Jóns Sigurđssonar.

áj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur