Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Herćfingar   

Vondur samningur

28.4.2007

Samkomulag ríkisstjórnar Íslands viđ ríkisstjórn Noregs um herćfingar Norđmanna vekur furđu fyrir margra hluta sakir. Ţađ vekur sérstaka athygli ađ ríkisstjórnin skuli kjósa ađ takast á hendur nýjar, alţjóđlegar skuldbindingar örfáum vikum fyrir kosningar án ţess ađ brýnir hagsmunir séu á ferđ. Ríkisstjórninni hefur hins vegar ekki tekist ađ fćra nein rök fyrir ţví ađ ţannig sé málum fariđ og varla er heldur hćgt ađ segja ađ hún hafi gert tilraun til ţess.

Ljóst er ađ herćfingarnar munu hafa í för međ sér aukin ríkisútgjöld en ennţá er allt óljóst um upphćđir og umfang. Ţađ ţćtti ámćlisvert ef stjórnmálaflokkar legđu til fjárútgjöld til samgöngu, mennta- eđa velferđarmála án ţess ađ gefa neina hugmynd um kostnađ eđa hvert peningarnir eigi ađ fara en ţegar utanríkisráđuneytiđ á í hlut er látiđ eins og aukin útgjöld komi okkur kjósendum ekki viđ. Viđ eigum hins vegar skýlausan rétt á ađ vita fyrir hvađ verđur greitt og hvers vegna.

Annađ sem vekur athygli er ađ ríkisstjórnin virđist gefa sér ţađ ađ herćfingar séu sameiginlegt hagsmunamál Íslendinga og Norđmanna án ţess ađ fćra fyrir ţví nein rök. Viđ eigum vissulega ekki í neinum sérstökum útistöđum viđ Norđmenn frekar en nokkra ađra ţjóđ í veröldinni. Ţar međ er ekki sagt ađ ţađ efli öryggi Íslands ađ hér sé norskur her viđ ćfingar sem virđast ţar ađ auki ekki eiga ađ ţjóna neinum sérstökum tilgangi, a.m.k. kemur fram í samkomulaginu ađ í ţví felist engin skuldbinding um sameiginlegar varnir á stríđstímum. Ţegar hefur komiđ fram ađ hálfu yfirvalda í Noregi ađ ţau búist viđ ţví ađ Íslendingar verđi sveigjanlegri í ýmsum ágreiningsmálum landanna vegna ţessa samkomulags. Eru ţađ hagsmunir Íslands ađ gefa eftir í ţessum ágreiningsmálum fyrir ţađ eitt ađ norski herinn noti íslenskt land sem ćfingaađstöđu? Í hverju felst ávinningurinn sem mundi réttlćta eftirgjöf í hagsmunamálum?

Máliđ virđist hvorki brýnt né um mikilvćga hagsmuni ađ rćđa? Hvers vegna er ţá rokiđ til ađ skrifa undir svona samkomulag „án undangenginnar umrćđu í ţjóđfélaginu, stefnumótunar og meiri ađkomu Alţingis og vandađri undirbúnings almennt”, svo vitnađ sé til bókunar Steingríms J. Sigfússonar, en hann virđist vera eini fulltrúinn í utanríkismálanefnd alţingis sem er vakandi á fundum.

Gćti skýringin veriđ sú ađ ríkisstjórninni finnist óţarfi ađ rökrćđa neinar ákvarđanir í utanríkismálum, hversu mikilvćgar sem ţćr eru? Er kannski „Íraksstríđsheilkenniđ“ á ferđ af hálfu ríkisstjórnar sem greinilega finnst ákvarđanir ţví betri eftir ţví sem fćrri taka ţćr og ţví minna ígrundađar ţćr eru? Önnur skýring finnst eiginlega ekki.

Rökin gegn ţví ađ halda herćfingar á Íslandi eru hins vegar ótalmörg. Herćfingar stuđla ađ aukinni mengunarhćttu; ţćr valda ónćđi og hafa í för međ sér óćskilegt rask af ýmsu tagi. Ţess vegna er hvarvetna amast viđ slíkum ćfingum og víđa hávćr mótmćli gegn ţeim. Man virkilega enginn eftir mótmćlum í Puerto Rico, Ítalíu eđa Japan? Fáar ríkisstjórnir í veröldinni grátbiđja beinlínis um ađ halda fleiri herćfingar en ţćr neyđast til; hvađ ţá ćfingar sem engin rök er hćgt ađ fćra fyrir ađ geri neitt gagn.

Samkomulag utanríkisráđuneytisins viđ Norđmenn „um samstarf á sviđi öryggismála“ er sérkennilegur gjörningur í ađdraganda kosninga. Ţađ er eins og ráđamenn séu ađ storka kjósendum međ ţessu; sýna ađ ţeir hika ekki viđ ađ beita sama sleifarlaginu og gert var í ađdraganda Íraksstríđsins. Stjórnvöld hlćja upp í opiđ geđiđ á ţjóđinni í trausti ţess ađ hún muni áfram ađ kjósa ađ búa í bananalýđveldi. Ţađ á eftir ađ koma í ljós hvort ţađ yfirlćti á rétt á sér.

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur