Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Grunnskólar   

Hverju er fórnađ međ afnámi skólaskyldunnar?

30.4.2007

Á nýafstöđnum landsfundi Sjálfstćđisflokksins var samţykkt ađ mćla fyrir heimaskólum, ţ.e. ađ börn ćttu ţess kost ađ vera kennt í heimahúsum og skólaskylda yrđi afnumin úr íslenskum lögum en ţess í stađ rćtt um frćđsluskyldu. Lögfesting skólaskyldunnar var á sínum tíma talin mikiđ réttlćtismál en áđur voru ţađ eingöngu efristéttarbörn sem höfđu tćkifćri til menntunar. Ţví er ţađ áleitin spurning hver sé ávinningurinn og hverjar fórnirnar viđ ţessar hugmyndir Sjálfstćđisflokksins um afnám skólaskyldunnar.

Ţessi umrćđa virđist hafa átt sér ađdraganda innan menntamálaráđuneytisins ţar sem finna má á heimasíđu ţess kynningu á efninu. Í kynningunni er ekki reynt ađ draga fram kost og löst heldur eru ţar eingöngu stađhćfingar um kosti heimaskóla umfram opinberan skóla og gefur kynningin mjög takmarkađar og á köflum villandi upplýsingar. Eftirfarandi punktar eru teknir beint upp úr kynningunni.

- Rúmlega 2 milljónir barna (4%) í heimaskóla í Bandaríkjunum – vaxandi
- Stuđla ađ háum siđferđislegum stađli – gildismat foreldranna yfirfćrt
- Eftirsóttir nemendur í betri háskólum í Bandaríkjunum
- Verkleg kennsla; garđurinn, eldhúsiđ, bílskúrinn og kjallarinn – helst jafn mikiđ og bókleg
- Menntun foreldra segir ekki fyrir um árangur í heimaskóla (hefur mikil/talsverđ áhrif)
- Námsárangur á stöđluđum prófum um 30% hćrri í öllum námsgreinum
- Strangar kröfur yfirvalda auka ekki árangur
- Ekki krafa um menntun foreldra

Um leiđ og klifađ er á auknu valfrelsi sem lausnarorđi í skólamálum er ţví algjörlega ósvarađ hverra frelsi er veriđ ađ auka eđa um hvađa réttindi máliđ snýst. Snýst ţetta um réttindi foreldranna til ađ mennta börnin sín eins og ţeim hentar eđa réttindi hvers barns til ađ fá almenna og yfirgripsmikla skólun sem varđar ţjálfun í sjálfsţekkingu, félagsfćrni, umhverfisvitund og jafnrétti ekki síđur en á einstökum fagsviđum?

Ţađ er augljóst ađ ţeir foreldrar sem samkvćmt kynningu menntamálaráđuneytisins munu hafa tíma, rými (garđinn og bílskúrinn) og ţennan „siđferđilega stađal“ eru ekki hvađa foreldrar sem eru. Ţađ hafa einmitt bandarísk gögn leitt í ljós. Ţeir sem ađallega hafa tök á heimaskóla eru vel stćđir, hvítir foreldrar og ţeir sem ţađ velja eru oftar en ekki virkir í kristnum bókstafstrúarsamtökum, sem sum hver vilja fella úr gildi vísindalegar kenningar um uppruna mannsins. Í kynningunni er gert ráđ fyrir ađ gildismat ţeirra foreldra sem hafa tök á heimaskólun sé alltaf á háu siđferđilegu plani! Ţessi hugsun opinberar hversu gagnrýnislaust íslensk stjórnvöld tína upp „stađreyndir“ af bandarískum áróđurssíđum. Menningar- og efnahagslegt auđmagn ţeirra foreldra sem hafa tök á heimaskólun í BNA er meginskýringin á betri međalnámsárangri barna ţeirra (í samrćmdum prófum) ţegar höfđ er til samanburđar öll sú flóra sem sćkir opinbera skóla.

Hvađa tryggingar eđa mćlikvarđar eru til um ađ heimaskóli sinni betur hlutverki hins opinbera skóla? Ţví miđur engir, nema samrćmd próf sem veita afar takmarkađar upplýsingar, en ţeir eru hins vegar fleiri í opinberum skólum, ţ.e. almenn starfsemi ţeirra er sýnileg og ađgengileg. Til dćmis er fagmennska kennara ákveđin trygging umfram og utan viđ öll próf og ţađ ađhald sem ađrir foreldrar veita skólanum. Tveir síđustu punktarnir sem teknir voru úr kynningu menntamálaráđuneytisins leggja áherslu á ađ foreldrar ţurfi ekki neina sérstaka menntun til ađ halda heimaskóla og ţađ sé ekki gott ađ yfirvöld hafi sérstakan regluramma. Um leiđ og lengja á menntun grunnskólakennara í fimm ár er menntamálaráđuneytiđ ađ tala fyrir tilgangsleysi kennaramenntunar. Mótsagnirnar eru ţví hrópandi. Samkvćmt kynningunni eru gćđi heimaskólans tryggđ međ samrćmdum prófum. Eftirlit međ skólun ţeirra nemenda sem eru ofurseldir frjálsu vali foreldra sinna er ţví af skornum skammti.

En hvađa foreldrar á Íslandi gćtu haft hag af slíkum valkosti? Í ţeim hópi má hugsa sér metnađarfulla foreldra, sem telja sig geta gert betur en ţeir skólar sem úr er ađ velja. Vissulega getur sú stađa komiđ upp, a.m.k. tímabundiđ, ađ foreldrar sćtti sig ekki viđ ţađ hvernig börnum ţeirra er sinnt í skólanum. Ţá er heimild fyrir ţví í lögum ađ frćđsla fari ađ hluta eđa alfariđ fram heima svo framarlega sem foreldrar teljist hćfir til kennslunnar. Slík tilvik eru skiljanleg en mjög fátíđ og slíkt ţarf ekki ađ kalla á afnám skólaskyldu. Hins vegar eru ţađ foreldrar sem hafa sérstakar og í sumum tilvikum vafasamar ástćđur til ađ hafa börn sín ekki í venjulegum eđa jafnvel góđum skóla.

Hugum fyrst ađ ţeim vafasömu. Ţađ er ekki tilviljun ađ ţessi leiđ sé fundin upp í fjölmenningarlöndum eins og BNA ţegar kröfur hafa aukist um umburđarlyndi, jafnrétti og blöndun í opinberum skólum. Í Bandaríkjunum hafa fyrst og fremst ýmsir trúarhópar tekiđ viđ sér og nýtt sér ţennan möguleika til ađ forđast fjölmenninguna og kennara sem kenna ekki „rétta“ bođskapinn. Í Kaliforníu eru dćmi um ađ einkareknir skólar (charter schools) hafi veriđ notađir sem leiđ ýmissa trúarhópa til ađ fá ađgang ađ almenningsfé til ađ reka heimaskóla. Ţađ virđist vera talsvert umburđarlyndi gagnvart heimaskólum ţegar kristin bókstafstrúarsamtök eiga í hlut ţrátt fyrir ađ innan ţeirra megi finna stćka andúđ á ýmsum samfélagshópum, s.s. samkynhneigđum og lítilli hrifningu á nútíma kvenfrelsi. Í Ţýskalandi hafa múslímar leitast viđ ađ stofna eigin skóla en stjórnvöld ţar hafa ekki brugđist jafn jákvćtt viđ slíkum beiđnum.

En hvađa íslensku grunnskólar gćtu hugsanlega talist svo lélegir ađ nauđsynlegt vćri ađ afnema skólaskyldu úr lögum? Ţrátt fyrir ađ raddir úr menntamálaráđuneytinu hafi hamrađ á ţví ađ íslenskir grunnskólar lafi í međaltalinu og ţess vegna ţurfi ađ nýta lögmál markađarins til ađ bćta úr ţessu skelfilega ástandi ţá hafa PISA-kannanir leitt í ljós ađ grunnskólar á höfuđborgarsvćđinu mćlast međal hinna 10 hćstu varđandi árangur og jafnrétti. Ţađ eru hins vegar skólarnir í dreifbýlinu sem virđast ekki ná jafn góđum árangri. Stjórnvöld hafa lítiđ beint athygli sinni ađ ţeim ţar sem erfitt er ađ nýta lögmál markađarins í fámenninu (en breytt rekstrarform og aukiđ valfrelsi eru EINU leiđirnar til menntaumbóta í grunnskólum ef marka má ađgerđir stjórnvalda). Ţví er líklegt ađ heimaskólinn eigi ađ vera valfrelsiđ í fámenninu.

Í dreifbýlinu eru auđvitađ margir öflugir skólar en í alltof mörgum ţeirra staldra skólastjórar og kennarar stutt viđ eđa ađ réttindafólk fćst ekki til starfans. Dćmi eru um ađ á hverju ári sé nánast alger uppstokkun í kennaraliđinu. Erfitt er ađ halda úti skólaţróun viđ slíkar ađstćđur og mun meiri hćtta á sundurlausri skólagöngu nemenda. Ţví er ég viss um ađ einhverjir foreldrar – eđa réttara sagt mćđur miđađ viđ alla tölfrćđi – sem eru heimavinnandi eđa í ađstöđu til ađ kenna börnum sínum heima gćtu viđ slíkar ađstćđur tekiđ ţessum kosti fegins hendi. Ekki af ţví ţćr langi svo óskaplega til ađ taka viđ hlutverki skólans heldur fyrst og fremst út af langvarandi slöku ástandi í skólanum og sinnuleysi stjórnvalda gagnvart ţví.

En hvađ ţá međ hina nemendurna sem búa viđ slíkt ástand og eiga ekki heimavinnandi foreldra? Bera stjórnvöld ekki lengur ábyrgđ á ţví ađ allir fái góđa og heildstćđa menntun?

Eins má velta fyrir sér ţegar búiđ er ađ koma ábyrgđinni fyrst og fremst yfir á heimilin hvađa fjölskyldumeđlimir muni sitja uppi međ ţá ábyrgđ. Ţađ er óneitanlega viss hćtta á ađ ţetta ýti einhverjum konum til ađ „velja“ frekar ađ vera heimavinnandi en fara út á vinnumarkađinn, ekki síst ef hin gamla hugmynd sjálfstćđismanna um heimgreiđslur verđur ađ veruleika í gegnum heimaskólun. Er hugsanlegt ađ ţessi hugmynd komi upp sem ómeđvituđ óskhyggja um slíkt afturhvarf?

brm


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur