Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Hin stóru mál samtíđarinnar   

Umhverfismálin aftur á dagskrá!

5.5.2007

Ákvörđunin um Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyđarfirđi var tekin fyrir seinustu kosningar. Nánast allur ţingheimur studdi ţetta mál en ađeins Vinstrigrćn voru heil á móti. Síđan voru kosningar og ţar vann stóriđjustefnan mikinn sigur en VG tapađi. Ţremur árum síđar voru viđhorfin breytt og í kjölfar talsverđrar fylgisaukningar VG í sveitastjórnarkosningum í fyrra komust umhverfismálin á dagskrá víđar. Samfylkingin kúventi í málinu. Flokkur hćgrisinnađra umhverfissinna varđ til. Hafnfirđingar felldu álver í kosningum.

Í mars mćldist Vinstrihreyfingin-Grćnt frambođ međ 28% fylgi. Í árslok 2006 og fram í apríl 2007 var ríkisstjórnin meira og minna fallin í könnunum. Í kjölfariđ fóru ríkisstjórnarflokkarnir ađ auglýsa sig sem grćna og ábyrga í loftslagsmálum. Almenningur fór ađ slaka á. Umhverfismálin eru komin á dagskrá. Eđa hvađ?

Ţví miđur er fullur sigur ekki unninn. Furđu hljótt hefur veriđ um umhverfismálin seinustu misserin. Íslandshreyfingin hefur ekki náđ fótfestu og raunar er engu líkara en bakslag hafi hlaupiđ í umhverfisbaráttuna. Enda hefur ekki skort hrćđsluáróđur stóriđjusinna. Ţá getur líka veriđ ađ ţeim sem ćtluđu ađ kjósa vegna umhverfismála hafi fundist hálfur sigur unninn međ úrslitunum í Hafnarfirđi.

En ţađ er öđru nćr. Ljóst er ađ álverssinnar munu gera allt sem ţeir geta til ađ sniđganga ţennan vilja kjósenda og áróđurinn um álver í hvern fjörđ er svo sannarlega hafinn aftur. Ţađ sést á seinustu könnunum hversu veđur geta skipst skjótt í lofti. Og nú blasir viđ ađ ef VG vinnur ekki mikinn kosningasigur eftir viku er hćtt viđ ađ hinir stóru flokkarnir hverfi aftur í sama fariđ. Ţeim hefur nefnilega ekkert veitt af skýrum skilabođum frá kjósendum.

Skýrustu skilabođ sem kjósandi getur sent er ađ setja x viđ V. Einungis međ miklum sigri og stjórnarţátttöku VG geta kjósendur reiknađ međ ađ umhverfismálin verđi á dagskránni og ađ hugarfarsbreyting annarra stjórnmálamanna sé varanleg. Verkin sýna merkin og engir ađrir flokkar sem eru öruggir um ađ komast á ţing hafa stađiđ vaktina á sama hátt og Vinstrigrćn.

Ţađ er líka morgunljóst ađ ef VG bćtir viđ sig 10-12% fylgi og kemst yfir 20%, ţá mun endurómurinn af ţví ná út fyrir landsteinana. Slíkur kosningasigur VG ţćtti tíđindum sćta um allan heim.

áj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur