Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Bretland   

Tímamótasigur hernađarandstćđinga

8.5.2007

Síđasta fimmtudag var gengiđ til atkvćđa víđsvegar um Stóra-Bretland. Í Englandi var kosiđ til sveitarstjórna í ýmsum héruđum og var litiđ á úrslitin sem styrkleikamćlingu stjórnmálaflokkanna á breska ţinginu, enda hefđ fyrir ţví ađ kjósendur noti kosningar til sveitastjórna eđa Evrópuţingsins til ađ tjá afstöđu sína til ríkisstjórnarinnar. Sveitastjórnarstigiđ í Bretlandi er fremur valdalítiđ, a.m.k. á Norrćnan mćlikvarđa.

Öllu áhugaverđari voru kosningarnar til heimastjórnarţinganna í Skotlandi og Wales. Ţessi ţing – einkum ţađ skoska – fara međ stjórn flestra veigamestu málaflokka annarra en utanríkismála. Frá ţví ađ ţingiđ í Edinborg var sett á stofn fyrir innan viđ áratug, hefur beint og óbeint sjálfstćđi Skota aukist. Raunar má segja ađ Skotland sé nú ţegar furđusjálfstćtt og í raun sjálfstćđara en margir Skotar gera sér sjálfir grein fyrir. Sú stađreynd ađ Verkamannaflokkurinn hefur veriđ viđ völd beggja vegna landamćranna allan ţennan tíma veldur ţví hins vegar ađ ekki hefur reynt fyrir alvöru á hvar mörk valdsins liggja.

Skoska flokkakerfiđ er gjörólíkt ţví sem fréttaáhugafólk ţekkir úr breskri pólitík. Íhaldsflokkurinn er ekki nema 12-15% flokkur í Skotlandi og ţykir óstjórntćkur međ öllu. Eftir valdatíma Margrétar Thatcher snerust Skotar svo gegn Íhaldsflokknum ađ tala verđur um hreint hatur. Meira ađ segja oddvitar flokksins forđast ađ nefna Thatcher á nafn, vegna ţeirrar almennu andúđar sem ríkir í hennar garđ.

Verkamannaflokkurinn er sögulega séđ langöflugasti flokkur Skotlands. Margir af sterkustu leiđtogum flokksins á breska ţinginu koma og hafa komiđ ţađan. Ţađ urđu Verkamannaflokknum mikil vonbrigđi ađ ná ekki hreinum meirihluta í kosningunum 1999 og 2003. Í bćđi skiptin ţurfti flokkurinn ađ mynda samsteypustjórn međ Frjálslyndum demókrötum – en hugmyndin um samsteypustjórn fleiri en eins flokks hefur löngum ţótt stórfurđuleg í Bretlandi.

Nćststćrsti flokkur Skotlands 1999 og 2003 var Skoski ţjóđarflokkurinn, SNP. Stefnu hans má lýsa á ţann veg ađ um sé ađ rćđa félagshyggjuflokk, rétt vinstra megin viđ Verkamannaflokkinn. Helsta baráttumál SNP er stofnun sjálfstćđs skosks ríkis. Bendir flokkurinn sérstaklega á norrćnu velferđarsamfélögin sem fyrirmynd, en andstćđingar SNP hamra á ţví ađ fimm milljón manna samfélag sé einfaldlega of fámennt til ađ geta orđiđ lífvćnlegt ríki.

Í kosningunum á fimmtudag gerđust ţau sögulegu tíđindi ađ SNP fékk bćđi fleiri atkvćđi og ţingsćti en Verkamannaflokkurinn, 47 sćti á móti 46. Í einmenningskjördćmum fékk flokkurinn um 33% atkvćđa á móti 32% og 31% á móti 29% í kosningum af landslista. Úrslitin ţýđa ađ stjórn Verkamannaflokks og Frjálslyndra demókrata er fallin og rökréttasta stjórnarmynstriđ yrđi samstjórn SNP, Frjálslyndra demókrata og ţeirra tveggja ţingmanna flokks Grćningja sem lifđu af slćman skell sinna manna.

Ţađ ćtti ađ vekja sérstaka eftirtekt íslenskra stjórnmálaspekinga ađ friđar- og afvopnunarmál höfđu mikiđ ađ segja fyrir úrslit kosninganna. SNP hefur ţađ á stefnuskrá sinni ađ sjálfstćtt Skotland skuli standa utan NATO, enda byggi Atlantshafsbandalagiđ á kjarnorkuvopnastefnu. SNP er á móti ţví ađ Bretar endurnýi Trident-kjarnorkuvopnakerfiđ sitt eins og Blair-stjórnin hefur ákveđiđ. Flokkurinn er á móti Faslane-flotastöđ breska hersins skammt frá Glasgow. SNP hefur sömuleiđis stađiđ gegn herćfingum í Skotlandi, ţar sem m.a. er ćft lágflug međ herţotum. Fulltrúar SNP á breska ţinginu hafa sömuleiđis veriđ í fararbroddi ţeirra sem andćft hafa stríđsrekstri Breta í Írak, Afganistan og Júgóslavíu.

Um ţessar mundir keppast ritstjórar tveggja stćrstu dagblađa á Íslandi viđ ađ telja lesendum sínum trú um ađ hvergi á byggđu bóli finnist stjórnmálaflokkar sem séu andvígir NATO eđa vogi sér ađ setja spurningamerki viđ herćfingar. Ţađ ćttu ţví ađ ţykja talsverđ tíđindi á ţeim bćjum ađ fregna ađ sú sé einmitt stefnan hjá stćrsta stjórnmálaflokknum í öflugu grannríki okkar og ađ sá hinn sami flokkur eigi góđa möguleika á ađ leiđa ríkisstjórn.

sp


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur