Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Innflytjendamál   

Virkiđ Ísland

10.5.2007

Eins og ágćtur auglýsingamađur sagđi í viđtali fyrir kosningar ţá snúast markađsherferđir stjórnmálaflokka fyrir kosningar um hvorttveggja, ímynd og innihald. Ţess vegna er athyglisvert ađ rýna í auglýsingar međ hliđsjón af ímyndinni sem veriđ er ađ halda á lofti og hvađ hún merkir í raun.

Sjórnmálaflokkarnir keppast viđ ađ tengja sjálfa sig viđ jákvćđ og falleg orđ; traust, árangur, framfarir – ekkert neikvćtt eđa leiđinlegt. Allir vilja frelsi en eru á móti bođum og bönnum. Allir vilja alţjóđavćđingu og eru á móti einangrun. En stundum eru skilabođin eilítiđ skýrari en ţetta

Framsóknarflokkurinn hefur tekiđ ađ sér ađ auglýsa mest fyrir hönd ríkisstjórnarinnar – líklega af umhyggju fyrir bágum fjárhag Sjálfstćđisflokksins. Sá flokkur hefur raunar ţá sérstöđu ađ gera auglýsingar međ skítkasti um andstćđinga – og ţví sá íslenski stjórnmálaflokkur sem innleiđir ţessa bandarísku hefđ í sjónvarpsauglýsingar um pólitík. Frćgasta dćmiđ um slíkar auglýsingar eru ţćr sem stuđningsmenn George Bush eldra gerđu 1988 í ţví skyni ađ tengja annan frambjóđenda viđ svartan brotamann.

En „jákvćđar“ auglýsingar Framsóknarflokksins eru ekki síđur merkilegar. Ţar er nefnilega auglýst ađ Ísland sé besta land í heimi undir forystu núverandi stjórnvalda. Hér sé ekkert atvinnuleysi og allir hafi ţađ gott. Ţannig birtist sýn framsóknarmanna á alţjóđavćđinguna í verki; hún er keppni og Íslendingar hafa unniđ keppnina.

Ranghverfan á ţessari ímynd er hrćđsluáróđur Frjálslynda flokksins um erlent vinnuafl sem muni eyđileggja velferđ Íslendinga. Munurinn á ţessari ímynd og hinni jákvćđu ímynd Framsóknarflokksins er í raun enginn; Frjálslyndi flokkurinn sakar stjórnina um ađ hafa ekki gćtt landsins fyrir skuggalegum útlendingum en stjórnin ber af sér sakir.

Og nú á dögunum sýndi ríkisstjórnin í verki ađ Frjálslyndi flokkurinn hefur rangt fyrir sér. Ríkisstjórnin er ađ verja landiđ fyrir útlendingum. Ađ vísu ekki međ norsku herćfingunum sem bannađ er ađ gagnrýna en hafa sama tilgang; ađ verja okkur fyrir öllum hinum sem ásćlast ríkidćmi okkar. „Öryggi í viđsjálum heimi“ er ţađ sem ríkar ţjóđir eiga ađ ţrá ţegar ţćr búa í fátćkum umheimi.

Íslendingar ţurfa hins vegar ekki her til ađ verjast innrás „harmonikufólks“, eins og útlendingarnir sem flćmdir voru úr landi á dögunum eru kallađir. Ţá er ţađ íslenska lögreglan sem stendur vaktina; ein og óstudd án nokkurs varaliđs.

Íslenska lögreglan tók sem sagt upp á ţví gefa 21 einstaklingum frá Rúmeníu flugmiđa heim. Fólkiđ fór sjálfviljugt ađ sögn lögreglu – sem er vitaskuld ein til frásagnar í landi frjálsustu fjölmiđla í heimi – en um leiđ er áréttađ ađ lagaheimildir til brottvísunar hafi veriđ til stađar.

Glćpir fólksins, ađ vísu allir ósannađir, eru ýmsir. Ţađ á ađ hafa veriđ hér án ţess ađ geta framfleytt sér, en ţó unniđ svart međ ţví ađ spila fyrir almenning á götum. Ţar ađ auki stunduđu ţessir karlar, konur og börn betl og sváfu í almenningsgörđum. Og auđvitađ má svona kóróna ţetta allt međ ţví ađ gefa í skyn ađ fólkiđ hafi tengsl viđ erlend „glćpagengi“. Ţetta voru sem sagt sígaunar – en á dögum pólitísks rétttrúnađar er bannađ ađ vera á móti ţeim ţess vegna. Ţess vegna verđur ađ grípa til ţeirra raka ađ ţetta séu fátćkir útlendingar.

Höfum í huga ađ enginn af talsmönnum „alţjóđavćđingarinnar“ hefur neitt ađ athuga viđ athćfi lögreglunnar – a.m.k. ennţá. Ţví ađ ţetta er einn hluti hennar eins og hún hefur virkađ undanfarna áratugi. Fjármagniđ á ađ flćđa óhindrađ á milli landa, en öđru máli gildir um fólk. Yfirvöld virđast hafa ótakmarkađan rétt til ađ flytja ţađ burt og án ţess ađ nokkur saki ţau um „forrćđishyggju“ eđa ađra nútímalega glćpi

Í löndum sem telja sig frjálsustu samfélög heims ţykir sem sagt ekkert athugavert viđ ţađ ađ handvelja einstaklinga inn og út úr landinu eftir geđţótta embćttismanna og annarra handhafa ríkisvalds. Og hér erum viđ ekki ađ tala um ađ veita einstaklingi ríkisborgarétt á 10 dögum gegn ţví ađ hann taki ţátt í kosningabaráttu Framsóknarflokksins (sem er víst í mikilli „sókn“ fyrir vikiđ). Nei, viđ erum ađ tala um daglega framkomu yfirvalda gagnvart óćskilegum útlendingum sem aldrei ţarf ađ rökstyđja, réttlćta međ lögum eđa verja í einum einasta fjölmiđli.

Viđ erum ađ tala um „virkiđ Ísland“ sem nú er orđiđ stađreynd. Skuggalegir harmonikkuleikarar eiga hér ekkert erindi. Ísland er besta liđ í heimi og ţađ er í eđli bestu liđanna ađ ekki fá allir ađ vera međ. Ţetta eru hinar ósögđu forsendur sem liggja til grundvallar auglýsingum stjórnarflokkanna og Frjálslynda flokksins. Međferđin á sígaunum örfáum dögum fyrir kosningar sýnir ađ ríkisstjórnin á inni fyrir ţessari ímynd.

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur