Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Rómanska Ameríka   

Heimsvaldastefnan mun tapa

28.5.2007

Í haust verđa liđin 40 ár frá ţví ađ Ernesto Guevara de la Serna var tekinn af lífi í Bólivíu ţar sem tilraun byltingarsinna til ađ endurtaka leikinn frá Kúbu, fór út um ţúfur á átakanlegan hátt. Ţađ var hvorki fyrsti né síđasti ósigur vinstrisinnađra skćruliđahreyfinga í Rómönsku Ameríku – sem höfđu skotiđ upp kollinum í flestöllum löndum álfunnar frá ţví ađ ţćr fyrstu komu fram á sjónarsviđiđ í Venezúela og Dómíníska lýđveldinu upp úr 1960 – en eigi ađ síđur sá sem verđur trúlega lengst í minnum hafđur. Ţó var mannfalliđ lítiđ miđađ viđ ţađ sem varđ víđa annars stađar ţar sem slíkar hreyfingar voru brotnar á bak aftur.

Ţađ er ekki síst fróđlegt ađ virđa fyrir sér hiđ pólitíska landslag í Rómönsku Ameríku á líđandi stundu, ţegar ţessi saga er höfđ í huga. Ađeins í Kólumbíu eru vopnađir byltingarsinnar enn áhrifamiklir og ekkert útlit fyrir ađ FARC, sem stofnuđ var 1966, leggi niđur vopn sín á nćstunni. Kólumbía er líka eina landiđ ţar sem hćgrimenn af gamla skólanum fara međ völdin, ađ vísu međ dyggum stuđningi Bandaríkjahers sem hefur ţar sívaxandi umsvif í nafni stríđs gegn eiturlyfjum.

Frá ţví undir lok 20. aldarinnar hafa vinstrimenn, bćđi róttćkir og hófsamir, fariđ eins og stormsveipur um álfuna og unniđ hvern stórsigurinn eftir annan í kosningum. Brasilía, Venezúela, Argentína, Uruguay og Bólivía eru öll undir stjórn róttćkra vinstriafla sem hafa sagt aldagamalli misskiptingu stríđ á hendur og hafnađ yfirgangi alţjóđlegra peningamálastofnana. Ađ líkindum mćtti telja Ecuador međ í ţessum hópi og hiklaust ef hinn tiltölulega nýkjörni Rafael Correa kemur stefnumálum sínum í framkvćmd. Í Chile fara vinstrisinnar, sem liggja nćr miđjunni, međ völd og sama má segja um Nicaragua ţar sem Daniel Ortega, leiđtogi Sandínistaflokksins og fyrrverandi byltingarmađur, náđi kjöri í forsetaembćtti međ fremur sósíaldemókratískri stefnuskrá. Í Perú munađi hársbreidd ađ Ollanta Humala yrđi forseti og í Mexíkó missti frambjóđandi PRD af embćttinu vegna ţess ađ ţar gildir enn sú gamla regla Stalíns ađ ţađ er ekki nóg ađ sigra í kosningunum heldur ţarf líka ađ vinna talninguna.

Ţýđir ţetta ađ fyrirrennararnir, sem töldu alţýđuna ekki eiga annars kost en ađ grípa til vopna og berjast viđ elíturnar međ ţeirra eigin međulum, hafi haft rangt fyrir sér? Um ţađ er erfitt ađ dćma fyrir ţá sem aldrei hafa kynnst stéttaskiptingunni, kynţáttahatrinu og valdníđslunni ţar vestra af eigin raun. Ef til vill er helst hćgt ađ svara ţessari spurningu međ annarri: Bendir sú stađreynd ađ Sandínístastjórnin, sem tapađi kosningunum í Nicaragua í febrúar 1990, var fyrsta ríkisstjórn vinstrisinna í álfunni sem var sett af eftir lýđrćđislegum leiđum, til ţess ađ hćgriöflin hafi gefiđ mikiđ fyrir kosningaúrslit á dögum kalda stríđsins?

Hitt er alveg víst, ađ stjórnmálafrćđingarnir sem töldu sig ţess umkomna ađ dćma róttćkar vinstrihreyfingar í Rómönsku Ameríku – og um víđa veröld ef út í ţađ er fariđ – úr leik um alla framtíđ á tíunda áratugnum, höfđu rangt fyrir sér. Ţađ hefur ţegar komiđ ađ á daginn ađ alţýđufólki frá Rio Grande suđur á Eldlandiđ voru og eru ađrar leiđir fćrar en ađ fylkja sér um blairíska miđflokka, sem bjóđa ekki upp á annađ en mildari útgáfu af sama kapítalismanum og hćgriöflin fylgdu í blindni. Ţađ er hćgt ađ bjóđa Alţjóđagjaldeyrissjóđnum, Alţjóđabankanum og auđhringjunum birginn í baráttunni fyrir jafnari skiptingu gćđanna – og hafa betur. Ţví fer hins vegar fjarri ađ vilji sé allt sem ţarf, svo ójafn hefur leikurinn veriđ fram á ţennan dag.

Framantaldir kosningasigrar vinstriaflanna og sú stađreynd ađ enn hefur engum ţeirra veriđ hnekkt međ hervaldi gefa ótvírćtt fyrirheit um ađ lýđrćđiđ muni festa sig í sessi í ríkjum Rómönsku Ameríku á nćstu áratugum. Ađeins í Venezúela gerđu hćgrimenn tilraun til ađ endurvekja ţá plágu sem valdarán og herforingjastjórnir voru í ţessari heimsálfu allan síđari hluta 20. aldar.

Eins og gefur ađ skilja mun athygli alţjóđasamfélagsins svokallađa og afstađa bandarískra stjórnvalda á hverjum tíma til breytinga á landslagi stjórnmálanna, einnig hafa töluvert mikiđ ađ segja. Í kalda stríđinu hegđuđu stjórnvöld í Washington sér međ áţekkum hćtti gagnvart Rómönsku Ameríku og stjórnin í Moskvu gerđi í Austur-Evrópu. Miđ-Ameríka geymir merkar heimildir um ţađ hvernig bandarísk utanríkisstefna ţróađist eftir miđja 20. öld – frá ţví ađ ríkisstjórn Guatemala var steypt 1954 til ađ koma í veg fyrir ţjóđnýtingu ţar til Aristide var hrakinn frá völdum á Haiti fyrir ađ standa í vegi fyrir einkavćđingu.

Allar nutu herforingjastjórnirnar líka stuđnings Bandaríkjanna og margt sem notađ var til ađ réttlćta ósómann minnir á orđrćđu ţeirra sem styđja stríđsreksturinn í Afghanistan og Írak á okkar dögum. Hvert landiđ eftir annađ var sett undir járnhćl fasískra stjórnarherra og hundruđ ţúsunda myrt – ađ sögn til ađ bjarga ţeim frá stjórnarfari sem yrđi verra. Í Chile var nýfrjálshyggjan prufukeyrđ í skjóli herstjórnar međ velţóknun fjölmargra ráđamanna í Evrópu og Norđur-Ameríku. Seinna meir varđ Argentína helsta leikfang Bretton-Woods tvíburanna međ ţeim afleiđingum ađ hagkerfi landsins hrundi eins og spilaborg á fáeinum vikum í kringum aldamótin.

Og hvađ međ ţađ? Ţjóđir Rómönsku Ameríku hafa fćrst hrađbyri í átt til ţess ađ ákveđa sín örlög sjálfar á undanförnum árum. Sem betur fer hafa engir málsmetandi menn talađ í ţá veru í seinni tíđ ađ hafa verđi vit fyrir fólki ţar vestra ef ţađ sýni af sér „ábyrgđarleysi“ í kosningum. Enda hlýtur ţađ ađ vera réttur kjósenda ţar eins og annars stađar ađ verja atkvćđi sínu eftir eigin sannfćringu.

Afskipti heimsvaldasinnađra ríkisstjórna af málefnum Rómönsku Ameríku urđu nefnilega ađeins til ills fyrir íbúana og spilltu í mörgum tilfellum fyrir lýđrćđisţróun og friđarumleitunum. Ţessi afskipti voru ekki tilviljun og höfđu ekkert međ velferđ almennings ađ gera en allt međ pólitíska og efnahagslega hagsmuni. Eigi einhver í brösum međ ađ taka afstöđu til framferđis vestrćnna ríkisstjórna í Austurlöndum nćr um ţessar mundir er óhćtt ađ hvetja til ţess ađ ţau mál séu skođuđ međ sögu Rómönsku Ameríku í huga.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur