Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

Volapük, veistu ţađ ekki?

Hugsjónin um alheimstungumáliđ; nýtt, fullkomiđ og auđlćrt tungumál sem allir jarđarbúar gćtu tileinkađ sér og átt ţannig snuđrulaus samskipti á jafnréttisgrundvelli á sér langa sögu. Síđustu aldirnar hafa ótal bćkur og greinar birst um ágćti hugmyndarinnar og hundruđ atorkusamra einstaklinga hafa ekki setiđ viđ orđin tóm, heldur hafist handa viđ ađ búa til slík tungumál.

Esperantó er langţekktast ţessara mála og enn í dag láta milljónir esperantisa um allan heim sig dreyma um ađ ţetta sérviskulega áhugamál muni í framtíđinni tryggja mannkyninu hagsćld og friđ.

Ţeir sem ólust upp viđ lestur danskra Andrésblađa eru ţó eflaust áhugasamari um ađ frćđast um furđutungumáliđ "Volapyk", en á dönsku er talađ um ađ e-đ sé "óttalegt volapyk", í ţeirri merkingu ađ ţađ sé óskýrt eđa ruglingslegt. En hver er saga ţessa ćgilega tungumáls, sem fćstir hafa heyrt getiđ um en Danir hafa ađ háđi og spotti?

Volapyk heitir međ réttu "Volapük" og var fyrsta "alheimstungumáliđ" til ađ ná teljandi útbreiđslu. Upphafsmađur ţess var ţýskur prestur, Johan Martin Scheyler ađ nafni, en hann hóf trúbođ sitt áriđ 1879. Volapük-hreyfingin var ţaulskipulögđ og störfuđu fylgismenn hennar í sérstökum félögum, sem veittu viđurkenningarskjöl ţeim sem sýnt gátu fram á fćrni í tungumálinu.

Í lok níunda áratugar nítjándu aldar var gullöld Volapük. Um 300 félög voru starfrćkt víđs vegar um veröldina, 1.600 manns höfđu fengiđ viđurkenningarskjölin eftirsóttu og eitthvađ á milli 200.000 og 1.000.000 manna kunnu hrafl í tungumálinu. En gćfan er fallvölt í málaheiminum. Áratug síđar var Volapük útdautt ađ kalla og virkir fylgismenn voru orđnir innan viđ 1.000 talsins. Voru ţetta vitaskuld vonbrigđi fyrir Scheyler, sem dó áriđ 1912 vonsvikinn mađur.

Á fjórđa áratugnum virtist landiđ ćtla ađ fara ađ rísa á ný, ţegar atorkusamir einstaklingar gengu til liđs viđ hreyfinguna, en valdataka nasista í Ţýskalandi gerđi ţćr vonir ađ engu ţegar Hitler bannađi útgáfu rita á málinu. Á ţessum árum var ţó mikilvćg breyting gerđ á uppbyggingu Volapük, ţegar bókstafnum "R" var bćtt viđ stafrófiđ, en Scheyler hafđi fellt hann í burtu ţar sem taliđ var ađ Kínverjar ćttu erfitt međ ađ bera hann fram.

Volapük-menn láta ţó ekki deigann síga og enn koma út bćkur á tungumálinu. Áriđ 1956 hóf tímaritiđ Volapükagased pro Nedanapükans útgáfu sína og áriđ 1979 bćttist hiđ vandađa Vog Volapüka viđ blađaflóruna. Ţađ er ţví nóg ađ lesa fyrir hina ţrjátíu virku félaga í Volapük-hreyfingunni, en auk ţeirra munu nokkrir námsmenn leggja stund á ţetta merka tungumál viđ kvöldskóla einn í Ţýskalandi.

Ađ lokum er rétt ađ vara lesendur Múrsins viđ ţví, ef svo kynni ađ fara ađ ţeir kćmust í tćri viđ Volapük-sinna, ađ fara ađ rćđa um Esperantó. Áhugamenn um Volapük, eins og raunar fylgismenn flestra annarra tilbúinna alheimstungumála, hata Esperantista út af lífinu. Ţeir fullyrđa ađ Esperantistar séu hinir mestu lygalaupar, sem haldi ţví fram ađ um tvćr milljónir jarđarbúa tali tungumáliđ, ţegar nokkrir tugir ţúsunda vćru nćr lagi. Ţá fullyrđa Volapük-menn ađ fjölmiđlar gangi erinda Esperantista, međ ţví ađ kynna tungumál ţeirra til sögunnar sem eina raunverulega alheimsmáliđ. Ţetta sé eitt dćmi af mörgum um illt innrćti ţeirra örmu ţrćla er leggja stund á Esperantó.

sp


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur